Skáldsagan Maríumessa eftir Ragnar Arnalds kom út árið 2004. Er þetta frábær saga sem byggð er á sönnum atburðum og segir sögu Þórdísar í Sólheimum sem verður fyrir dularfullri reynslu sem á eftir að hafa miklar afleiðingar.
Sagan Maður og kona eftir Jón Thoroddsen kom fyrst út árið 1876, átta árum eftir lát Jóns og tuttugu og sex árum eftir útkomu fyrstu íslensku skáldsögunnar, Pilts og stúlku.
Skáldsagan Meðan húsið svaf eftir Guðmund Kamban kom fyrst út á dönsku árið 1925 undir nafninu Det Sovende hus. Mun sagan upphaflega hafa verið hugsuð sem kvikmyndahandrit og var kvikmynduð í leikstjórn hans sjálfs árið 1926.
Nafn Kristmanns Guðmundssonar (1901-1983) var ,,á hvers manns vörum'' í Noregi í kringum 1930 þar sem fyrstu skáldsögur hans birtust. Þær voru þýddar á yfir þrjátíu tungumál á 4. áratug síðustu aldar og víða gefnar út aftur og aftur. En á Íslandi mætti höfundurinn snemma miklum andbyr.
Ofurefli er fyrsta Reykjavíkursagan, örlagasaga frá fyrstu árum 20. aldarinnar.
Aldís Baldvinsdóttir les.
Ofurefli er fyrsta Reykjavíkursagan, örlagasaga frá fyrstu árum 20. aldarinnar.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Löngum hefur verið talað um Pilt og stúlku eftir Jón Thoroddsen sem fyrstu íslensku nútímaskáldsöguna. Sagan hefur lengi lifað með þjóðinni og mun eflaust lifa lengi enn.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Það hefur stundum verið sagt að Jónas Jónasson frá Hrafnagili hafi verið fyrsti sakamálasagnahöfundurinn. Sagan Randíður í Hvassafelli eftir hann er gott dæmi um það þó hún sé kannski ólík þeim sakamálasögum sem við lesum í dag.
Fráskilinn málari sest að í hjólhýsabyggð og hyggst einbeita sér að því að mála tré. Hann hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í lífinu og dvöl hans í þessari sérkennilegu byggð er öðrum þræði hugsuð til að freista þess að öðlast hugarró. Ýmislegt reynist þó standa í veginum.
Sandkorn á sjávarströnd er ein af þessum traustu sögum eftir hinn oft vanmetna höfund Sigurð Róbertsson. Sagan er í þremur hlutum og kom áður út árið 1946 undir yfirheitinu Augu mannanna.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Sigur eftir Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938) kom fyrst út árið 1917.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.